Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 22. jan. 2020

Mottumars málþing á Akureyri

  • Hjónin Ingimar Jónsson og Margrét Óladóttir deildu áhrifaríkri reynslusögu sinni af veikindum Ingimars.

Um 300 manns sóttu málþingið „Karlar og krabbamein“ í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í tengslum við Mottumars í mars 2019.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við Krabbameinsfélagið. Fjölbreytt erindi voru flutt á málþinginu og Geysir – Karlakór Akureyrar rammaði inn upphaf og endi með dúndrandi söng. 

Meiri menn

Gestir nutu einnig ljósmyndasýningarinnar Meiri menn sem sett var upp á göngum Hofs. Sýningin byggir á persónulegum sögum átta karlmanna víðsvegar á landinu sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina og má einnig lesa um á karlaklefinn.is. 

„Dagurinn var frábær og við erum ákaflega glöð með hvernig til tókst. Við erum full þakklætis til þeirra fjölmörgu sem lögðu okkur lið og auðvitað fyrir þennan stóra hóp sem hingað kom og naut dagskrárinnar með okkur,“ sagði Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá KAON.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?