Björn Teitsson 10. mar. 2021

Mottumars - Á bak við tjöldin

Það var mikið stuð hjá ljósmyndaranum Svenna Speight þegar 14 frábærir karlmenn mættu í heimsókn. Markmið þeirra var að vekja athygli á krabbameinum í körlum fyrir hið árlega Mottumars-átak. 

Mottumars í ár hefur að mestu farið fram á samfélagsmiðlum en til að vekja athygli á þessu árlega styrktarátaki vegna krabbameina í körlum mættu 14 karlmenn í myndatöku þar sem hver og einn skartaði glæsilegu yfirvaraskeggi. 

Allir gáfu þessir herramenn tíma sinn og vinnu - og það sama gildir um ljósmyndarann Svenna Speight. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hér má síðan nálgast skemmtilegt myndskeið þar sem má sjá þessa frábæru menn gera sig klára og hafa smá gaman um leið. Áfram Mottumars, munið að styðja ykkar mann á mottumars.is

 

https://www.youtube.com/watch?v=zbdfL6d7Fj4


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?