Guðmundur Pálsson 3. maí 2023

Málþing: Lífið eftir krabba­mein - lang­vinnar og síð­búnar afleiðingar

Málþingið verður haldið föstudaginn 12. maí í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 4. hæð. Húsið opnar kl 15:30 með léttum veitingum.

Dagskráin hefst kl 15:45 og stendur til kl 18:00. Öll velkomin.

Miklar framfarir hafa orðið í greiningu og meðferð krabbameina og hópur þeirra sem læknast af krabbameinum stækkar mjög ört. Þar með er hins vegar ekki öll sagan sögð. Hvað tekur við? Hvernig er lífið á eftir? Getur það orðið betra?

Stórt er spurt en á málþinginu um langvinnar og síðbúnar afleiðingar eftir krabbamein og krabbameinsmeðferð fáum við innsýn í það og veltum spurningunni fyrir okkur með þeim sem reynsluna hafa.

Málþingið verður haldið föstudaginn 12. maí í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 4. hæð. Húsið opnar kl 15:30 með léttum veitingum. 


Dagskráin hefst kl 15:45 og stendur til kl 18:00. Öll velkomin.

DAGSKRÁ

  • Setning: Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
  • Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir og hvers vegna þarf að tala um þær? Vigdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
  • Reynsla okkar skjólstæðinga Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri ráðgjafar og stuðnings hjá Krabbameinsfélaginu
  • Ný skref við lok krabbameinsmeðferða Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun fyrir hönd starfshóps á Brjóstamiðstöð Landspítala 
  • Miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameina á Barnaspítala: Stuðningur við skjólstæðinga og fagaðila Vigdís Hrönn Viggósdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun
  • Late effects after cancer – how to move on Josina Bergsøe, skartgripahönnuður, rithöfundur og fyrirlesari

Inni í dagskrána fléttast myndbönd með frásögnum fólks sem hefur reynslu af langvinnum og síðbúnum aukaverkunum.


Malthing2023-lifid_eftir_krabbamein_loka


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?