Guðmundur Pálsson 11. maí 2022

Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar danska Krabbameinsfélagsins, íslenska Krabbameinsfélagsins, Landspítala, heilbrigðisráðuneytisins auk landlæknis.

Spár benda til að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega á næstu árum og lifendum sömuleiðis. Krabbameinsáætlanir eru lykilverkfæri í baráttunni við krabbamein til framtíðar.

DAGSKRÁ:

  • Íslensk krabbameinsáætlun: Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhóps sem skipaður var árið 2013 vegna vinnu við gerð krabbameinsáætlunar
  • Krabbamein á Íslandi – staðan í dag: Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
  • Framfaraskref: Katrín Hilmarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
  • En þarf krabbameinsáætlun? Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
  • Áhrif krabbameinsáætlana í Danmörku: Hans H. Storm, yfirlæknir hjá danska krabbameinsfélaginu
  • Gagnsemi krabbameinsáætlana frá sjónarhóli:
    • heilbrigðisráðuneytisins: Guðlaug Einarsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
    • Landspítala: Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
    • landlæknis: Alma Dagbjört Möller, landlæknir

  • Skráning
  • Sækja auglýsingu

Malthing2022-krabbameinsaetlun3


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?