Ása Sigríður Þórisdóttir 9. maí 2022

Gengið þrjá og hálfan hring í kringum landið

Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Styrkleikunum á Selfossi með okkur. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um þá einstöku stemmingu og samhug sem einkenndi leikanna.

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélagsins fóru fram frá hádegi laugardaginn 30. apríl til hádegis á sunnudag 1. maí á Selfossi. Fyrir fram höfðu 16 lið skráð sig til leiks með hátt í 250 þátttakendum sem fjölgaði þegar á leið og voru hátt í 600 þátttakendur þegar viðburðinum lauk. Margir kíktu við þennan sólarhring, fylgdust með dagskránni og gengu nokkra hringi í leiðinni. Gera má ráð fyrir að hátt í 1000 manns hafi lagt leið sína í Íþróttahöllina á Selfossi á meðan á viðburðinum stóð.

https://www.youtube.com/watch?v=TZz4bbuKeaE

Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að liðin skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Hægt var að velja um þrjár vegalengdir og gaf hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur notuðu til að telja þá hringi sem gengnir voru. Segja má að gangan hafi gengið afar vel því 19.812 hringir voru gengnir sem jafngildir 4.755 km. Til að setja þá vegalengd í samhengi var farið rúmlega þrjá og hálfan hring í kringum Ísland á þessum sólarhring. (Skv. Vegagerðinni er hringvegurinn (þjóðvegur númer 1) 1.321 km).

Hápunktur Styrkleikana var svo Ljósastundin þegar um 150 pokar sem þátttakendur og gestir höfðu skrifað á falleg minningar- og þakklætisorð var raðað upp í eitt stórt hjarta. Sandur hafði verið settur í botn pokana og sprittkerti ofan í sem kveikt var og ljósin í salnum slökkt sem skapaði einstaka upplifun. Samhliða var boðið upp á hugvekju og tónlistaratriði. Margir höfðu á orði að þessi fallega stund gleymist seint. 

Sjáumst á næstu Styrkleikum!

16_16520921386881219

27

59

606552642575873117

IMG_9200IMG_9189
120163IMG_6209IMG_6207IMG_6212IMG_7865JPEG-image-FA436412061E-1JPEG-image-442A8EF0F158-1

  • Myndir: Olga Björt Þórðardóttir.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?