Björn Teitsson 5. mar. 2021

Fyrsti karlakórinn skráður í Mottumars og fyrsti skokkhópurinn!

  • Karlakor

Mottukeppnin er í fullum gangi en hún snýr nú aftur eftir fimm ára hlé. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis og Skokkhóp Vals. 

Það eru fáir hópar sem tengjast meiri bræðraböndum en karlakórar, sem eiga sér sterkar menningarlegar rætur á Íslandi. Karlakór Hveragerðis leitaði til Krabbameinsfélagsins og skráði sig til leiks í Mottukeppninni. Langar þá að safna fé til að styðja við fjölþætt starf sem snýr að krabbameinum í körlum. Enda þekkja þeir, eins og við öll, einhvern eða einhverja, sem hafa greinst með krabbamein. 

Karlakórinn er ekki eini hópurinn sem kom skemmtilega á óvart. Skokkhópur Vals að Hlíðarenda hefur einnig skráð sig til leiks. Það er einstaklega ánægjulegt. Hreyfing á borð við skokk er frábær forvörn gegn krabbameinum. Heilsusamlegur lífsstíll og regluleg hreyfing geta nefnilega komið í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum. 

Við bjóðum þessa hópa, sem og alla aðra, hjartanlega velkomna í Mottukeppnina! 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?