Ása Sigríður Þórisdóttir 6. maí 2020

Eru hreyfivenjur þínar öðruvísi í samkomubanni?

Sóttkví og samkomubann hefur undanfarnar vikur haft víðtæk áhrif á líf fólks. Þar er hreyfing ekki undanskilin.Við viljum heyra frá þér! Taktu þátt í stuttri könnun er snýr að hreyfingu.

Sóttkví og samkomubann hefur undanfarnar vikur haft víðtæk áhrif á líf fólks. Þar er hreyfing ekki undanskilin. Til dæmis hafa þeir sem vanir voru að fá sér sundsprett í laugunum eða mæta í ræktina þurft að breyta til. Kannski eru sumir þeirra nú farnir að stunda skokk eða göngur af kappi og innilokaðir kvíverjar fjárfestu margir hverjir í ýmsum heimagræjum til að halda sér í formi. Líklega hafa sumir þó misst dampinn og hætt að stunda hreyfingu sem er auðvitað miður. Einnig er líklega til í dæminu að ástandið hafi haft lítil sem engin áhrif og örugglega eru einhverjir meira að segja búnir að hreyfa sig meira en þeir hefðu annars gert.

Hvernig svo sem þessu er háttað hjá hverjum og einum þá finnst okkur hjá Krabbameinsfélaginu það mjög áhugavert enda dregur regluleg hreyfing úr líkum á krabbameinum og eflir almenna heilsu.  Því ákváðum við að kanna þessi mál aðeins og útbjuggum stutta könnun varðandi þetta.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?