Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. jan. 2020

Eftirspurn eftir ráðgjöf eykst

  • Við erum við símann. Ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins samansendur af félagsráðgjafa, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og lækni.

Viðtölum sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölgaði um 62% á milli áranna 2018 og 2019 og samtölum í símaráðgjöf um 27%. 

Hluta aukningarinnar má rekja til þess að ráðgjöf var efld hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis í byrjun árs 2019. Þá var ráðgjöf með tölvupóstum svipuð og á fyrra ári. 

Flestir sem leita til félagsins eftir ráðgjöf hafa verið greindir með krabbamein, eða tæplega 1.500, en næst á eftir, eða um helmingi færri, eru aðstandendur, 750. Syrgjendur nýta sér einnig ráðgjöf og þeim fjölgaði hlutfallslega á milli ára úr 141 í 350 árið 2019. 

„Fleiri vita af okkur og vitund fólks um mikilvægi stuðnings hefur aukist. Það er svo ótrúlega margt hægt að gera til að létta undir með fólki í þessum aðstæðum og þá á ég jafnt við þann sem greinist með krabbamein og aðstandendur“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar hjá Krabbameinsfélaginu. 

Konur nýta sér þjónustuna í meira mæli en karlar og voru 2/3 á móti 1/3 karlmanna. 

„Við viljum því hvetja karlmenn sérstaklega til að leita til okkar líka. Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni og það er opið alla virka daga. Það er hægt að kíkja við í spjall ef fólk er á ferðinni, hringja, nú eða koma og sækja einhvern þeirra fjölmörgu fyrirlestra eða námskeiða sem við höldum hér,“ segir Sigrún að lokum.

Fjölbreytt námskeið eru á dagskrá hjá félaginu í viku hverri auk ráðgjafar og stuðnings, til dæmis námskeið í jóga nidra, slökun, kynheilbrigðisnámskeið, svefnnámskeið og stuðningur við þá sem hafa lokið krabbameinsmeðferð. 

Einnig eru ýmsir stuðningshópar starfandi bæði á vegum Krabbameinsfélagsins, Krafts og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Mánaðarlegum fyrirlestrum er streymt á netinu. 

Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Opið er virka daga kl. 9-16 nema fimmtudaga, en þá er opið kl. 9-18. Síminn er 800 4040. Tölvupóstur er radgjof@krabb.is

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?