Jóhanna Eyrún Torfadóttir 6. jún. 2019

Brakandi brenndur matur í blíðunni?

Nú er grilltíminn í hámarki og því tilvalið að kynna sér leiðir til að grilla á sem bestan máta með heilsuna í huga. 

Brennt kjöt getur innihaldið krabbameinsvaldandi efnasambönd (fjölhringja sambönd sem kallast HCAc og PAHs ) og því ætti alltaf að forðast að brenna (kola) matinn á grillinu. Þessi efnasambönd ná helst að myndast þegar kjöt er lengi á grillinu við háan hita. Einnig er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að logi í kjötinu meðan á grillun stendur.

Það er líka góð hugmynd að grilla eitthvað annað en kjöt, til dæmis sjávarfang, grænmeti og ávexti. Aukin neysla þessara fæðutegunda getur bæði minnkað áhættu á krabbameinum en einnig myndast minna af krabbameinsvaldandi efnum ef fiskur og grænmeti brennur á grillinu miðað við kjötið.

Hvernig getum við passað að kjötið brenni ekki á grillinu?

Hér eru nokkur ráð:

- Veljum kjöt sem er minna feitt þar sem fita sem lekur af kjötinu veldur því að logi myndast

- Hægt er að nota álpappír/bakka undir kjötið til að forðast að fitan leki af grindinni

- Snúum kjötinu reglulega

- Höfum kjötið í smáum sneiðum til að eldun taki styttri tíma

- Grillið við mest 180 °C

- Hægt er að byrja eða klára eldunina í ofni (ef vill)

- Ef notað er kolagrill ætti ekki að byrja að grilla fyrr en kolin eru hætt að loga

Marinering er talin geta dregið úr myndun áðurnefndra krabbameinsvaldandi efnasambanda og væri hægt að nota góða jurtaolíu, sítrónusafa eða edik og krydd á hvaða mat sem er grillaður og gott að nota álbakka til að hindra að olían leki af grindinni.

Ef maturinn brennur á grillinu þrátt fyrir ráðstafanir er auðvitað alltaf hægt að skera brennda hlutann í burtu.

Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að borða ætti hóflega af rauðu kjöti (nauta-, svína-, lamba- og hrossakjöti) þar sem mikil neysla eykur líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi.

Því er enn meiri ástæða til að leggja áherslu á meðlæti eins og grænmeti og ávexti (ferskt og/eða grillað) og að velja frekar til dæmis fisk, baunabuff og kjúklingakjöt fyrir heilsuna og umhverfið.

Tengt efni:

Healthy Grilling: Reducing the Risk of Cancer

Chemicals in Meat Cooked at High Temperatures and Cancer Risk

Matvælastofnun – viðbrennd matvæli

American Institute for Cancer Research - cancer experts issue warning on grilling safety


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?