Ása Sigríður Þórisdóttir 11. maí 2022

70 andlit fyrir 70 ára - Ragnheiður Haraldsdóttir

Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur var forstjóri Krabbameinsfélagsins á árunum 2010 til 2015. Hún var afar framsýn og á hennar starfstíma var unnin hnitmiðuð stefnumótun fyrir félagið auk þess sem mjög stór framfaraverkefni voru ýmist undirbúin eða framkvæmd. Má þar nefna íslenska krabbameinsáætlun, sem Ragnheiður var mikill talsmaður fyrir. 

Heilbrigðisráðherra tilkynnti á 60 ára afmæli félagsins, árið 2011 að gerð yrði krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Verkið sóttist seint en undir forystu Ragnheiðar lagði Krabbameinsfélagið mikla vinnu auk fjármuna í áætlunina. Heilbrigðisráðherra samþykkti loks tillögur að krabbameinsáætlun til 2020 í upphafi árs 2019 og framlengdi gildistíma hennar til 2030.

Á starfstíma Ragnheiðar var líka unnið að undirbúningi innleiðingar skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og m.a. gengið frá samstarfssamningi við tryggingafélagið Okkar líf. Formlegur undirbúningur verkefnisins hófst á árinu 2016. Á starfstíma Ragnheiðar var einnig gengið frá samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Landspítala um að spítalinn sinnti klínískum brjóstaskoðunum, sem leiddi til þess að Landspítalinn tók alfarið við þeim skoðunum frá 1. janúar 2017. Ragnheiður vann unnið að uppbyggingu Vísindasjóðs félagsins, sem var stofnaður í lok árs 2015. Vísindasjóðurinn hefur reynst bylting í krabbameinsrannsóknum á Íslandi. 

Eftir að Ragnheiður lét af starfi forstjóra var hún formaður stjórnar Nordic Cancer Union út árið 2017 og leiddi starf sambandsins með miklum sóma. Þó Ragnheiður sé ekki lengur starfsmaður Krabbameinsfélagsins brennur hún fyrir málstað félagsins. Hún var kjörin í heiðursráð félagsins árið 2018 en gegnir einnig formannshlutverki í Vísindasjóði félagsins, sem hún kom á í sinni forstjóratíð.

Ragnheiður Haraldsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021-2022. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?