Björn Teitsson 1. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Matthías Bjarnason

  • Screen-Shot-2021-05-31-at-11.05.08

Matthías Bjarnason var heilibrigðis- og tryggingamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1984 þegar fyrstu heildarlögin um tóbaksvarnir voru samþykkt. Tóku þau gildi 1. janúar 1985. 

Hér sést Matthías Bjarnason við afar hátíðlegt tilefni þegar hann undirritaði reglugerð um 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslendinga þann 15. júlí árið 1975. Myndin er úr Morgunblaðinu. Nú minnumst við Matthíasar af annarri ástæðu – en í dag, 31. maí, er Alþjóðlegi tóbaksvarnardagurinn.


Og hvað hefur Matthías með tóbaksvarnir að gera? Jú, hann var einmitt heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra árið 1983 þegar hans eigið stjórnarfrumvarp um tóbaksvarnir var lagt fram að hausti árið 1983. Það var samþykkt um ári síðar og tók gildi 1. janúar 1985. Var það í fyrsta sinn sem heildarlög voru sett um tóbaksvarnir, sem fólst meðal annars í auglýsingabanni, skertu aðgengi, banni við reykingum inni á opinberum stofnunum, stefnumótandi fræðslu um skaðsemi reykinga, lög um bann við reykingum á lóðum grunnskóla og dagvistunar barna og áfram mætti lengi telja. Reyndar ber að geta þess að frumvarpið var að miklu leyti dregið upp eftir frumvarpi fyrirrennara Matthíasar í embætti heilbrigðisráðherra, Svavari Gestssyni, en það frumvarp náði ekki afgreiðslu.


Fólki kann að þykja þetta lítilfjörlegt í dag en það er e.t.v. vegna þess að reykingar eru ekki nærri því jafn stórt heilbrigðisvandamál í dag og það var þá um miðbik 9. áratugar síðustu aldar. Þá reyktu um 40% þjóðarinnar, allt frá 14 ára börnum til 70 ára ungmenna. Um 20% höfðu reykt en hætt og aðeins 40% voru reyklaus með öllu. Þriðji hver Íslendingur glímdi við alvarlega sjúkdóma á við krabbamein, hjarta-og æðasjúkdóma eða öndunarfærasjúkdóma. Eins og einn þáverandi alþingismaður komst að orði „að reykja er eins og að spila rússneska rúllettu nema með tveimur skotum í sex skota skambyssu en ekki einu.“


Í dag eru tæplega 8% Íslendinga sem reykja, sem er alger viðsnúningur frá því sem var.


Matthías Bjarnason (1921-2014) er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?