Björn Teitsson 6. ágú. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Laufey Tryggvadóttir

  • LAUFEY-1-

Laufey Tryggvadóttir er líffræðingur og faraldsfræðingur sem starfar sem framkvæmdastjóri Rannsóknar-og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins - eða það sem lengi vel var þekkt sem Krabbameinsskrá. Laufey er vísindamaður fram í fingurgóma og brennur fyrir starfinu.

Laufey Tryggvadóttir er líffræðingur og faraldsfræðingur sem starfar sem framkvæmdastjóri Rannsóknar-og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins - eða það sem lengi vel var þekkt sem Krabbameinsskrá. Laufey er vísindamaður fram í fingurgóma og brennur fyrir starfinu. Þannig hefur samstarfsfólk hennar þekkt hana um árabil þar sem áhugi hennar og sérfræðiþekking á faraldsfræðum og rannsóknum á krabbameinum hefur reynst bráðsmitandi. Meistara-og doktorsnemarnir sem hafa notið handleiðslu Laufeyjar eru orðnir ansi margir og fjölgar með hverju árinu.


Laufey segir enda sjálf að „það var ljóst að til að vinna sigur á óvininum þá þarf að þekkja hann vel.“ Vísindarannsóknir og nákvæm krabbameinsskráning er því forsenda allra framfara í greiningu og meðferð, fækkun nýrra tilfella og betri lífsgæða eftir meðferð. Við erum í öllu falli á því að rannsóknar- og skráningarsetrið er í afar góðum höndum hjá Laufeyju.

 
Laufey Tryggvadóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


https://www.youtube.com/watch?v=FgeiCNMWbCg


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?