Björn Teitsson 4. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Hildur Björk Hilmarsdóttir

  • HILDUR

Hildur Björk Hilmarsdóttir var aðeins 23 ára þegar hún greindist fyrst með bráðahvítblæði. Hún komst í gegnum meðferð en greindist tveimur árum síðar með sama sjúkdóm. Í mestu veikindunum hét hún því að hjálpa fólki í sömu sporum, myndi hún lifa af.

Hildur Björk Hilmarsdóttir var aðeins 23 ára gömul þegar hún greindist með bráðahvítblæði. Við tók löng og erfið geisla-og lyfjameðferð sem bar árangur og Hildur náði heilsu á ný. En það varði aðeins í rúm tvö ár, uns hún var aftur greind með bráðahvítblæði. Það kallaði á mergskiptaaðgerð í Svíþjóð með tilheyrandi lyfjameðferð í kjölfarið, sem reyndi afar mikið á líkama og sál. Þegar Hildur var sem veikust hét hún því að ef hún myndi hafa þetta af, þá ætlaði hún að gera hvað hún gæti til að styðja við fólk sem væri í sömu sporum og hún.


Árið 1999 varð svo til Kraftur – Stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Hildur var stofnandi og fyrsti framkvæmdastjóri félagsins, sem barðist meðal annars fyrir auknum andlegum stuðningi við sjúklinga og aðstandendur og betri endurhæfingu sjúklinga eftir meðferð. Félagið hefur vaxið og dafnað síðan og er eitt allra öflugasta aðildarfélag Krabbameinsfélags Íslands.


Hildur, sem er upphaflega kennari að mennt, er nú komin í stjórn Krabbameinsfélagsins, er farsæl í starfi og á fallega fjölskyldu. En hún er sérstaklega stolt að hafa stofnað Kraft, félag sem hefur hreinlega breytt lífi fjölda fólks sem greinst hefur með krabbamein ungt að árum í blóma lífsins.


Hildur Björk Hilmarsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

https://www.youtube.com/watch?v=QAlu1lgdHjk


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?