Ása Sigríður Þórisdóttir 1. jún. 2022

70 andlit fyrir 70 ár - Hildur Baldursdóttir

Hildur Baldursdóttir er bókasafnsfræðingur, gift og móðir fjögurra dætra og á sjö barnabörn. Þó að vinir vilji hjálpa þá þekkja þau þetta ekki. Það er miklu betra að skemmta sér með vinunum en tala við Krabbameinsfélagið um hvað er að angra mann.

Hildur segir að þegar hún greindist hafi lífið verið voðalega skemmtilegt og hún hafi upplifað að hún hefði verið að leika sér á leikvelli lífsins þegar skyndilega var tekið í hálsmálið á sér og henni og fjölskyldu hennar verið hent ofan í dimman skurð. Og þau vissu ekkert hvað þau ættu að gera. En smám saman byrjuðu ljósin að loga.

Krabbameinsfélagið og vinirnir allir komu og hjálpuðu þeim að fara í gegnum þetta. Og það þarf mikla hjálp. Hún hefur hitt fólk sem ætlar að fara þetta á hnefanum, en hún hafi engan séð sem hefur gengið það vel, því þetta er alveg nýtt líf. Við vorum stundum að líkja þessu við að þetta væri eins og að flytja í nýtt land þegar maður þarf að finna út hvar þessi skrifstofa er, hvað þýðir þetta, hvar kaupir maður svona. Og þá er hjálpin algjörlega ómetanleg. 

https://www.youtube.com/watch?v=CfouFM0obhk

Hildur Baldursdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?