Björn Teitsson 4. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Guðrún Agnarsdóttir

  • 1987-Gudrun-Agnarsdottir-og-Danfridur-Skarphedinsdottir-svara-kosningasima-hja-DV

Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrverandi þingkona, var forstjóri Krabbameinsfélagsins um 18 ára skeið. Á þeim tíma urðu miklar framfarir í starfi félagsins. Guðrún er eitt 70 andlita Krabbameinsfélagsins á 70 ára afmæli félagsins. 

Guðrún Agnarsdóttir, læknir, fyrrverandi alþingiskona og forsetaframbjóðandi, sést hér ásamt Danfríði Skarphéðinsdóttur, á vordögum ársins 1987 að svara spurningum lesenda DV fyrir komandi kosningar fyrir hönd Kvennalistans. Myndin er eftir Gunnar V. Andrésson. Hafa þær Guðrún og Danfríður eflaust svarað spurningum af mikilli kostgæfni en kosningaúrslit urðu Kvennalistanum afar hagstæð, fjölgaði þingsætum þeirra úr þremur í sex og var talað réttilega um glæsilegan kosningasigur. Að kvöldi kosningadags sagði Guðrún, með hógværðina uppmálaða, að það væri mikill sigur fyrir Samtökin að fjölga þingkonum í fimm, og gerðu þær því gott betur.


Á meðan þingsetu Guðrúnar stóð settist hún í stjórn Krabbameinsfélagsins var síðan ráðin sem forstjóri félagsins árið 1992 og starfaði sem slíkur til ársins 2010. Á starfstíma Guðrúnar urðu taksverðar breytingar á starfsemi Krabbameinsfélagsins og voru m.a. gerðir samningar við líftæknifyrirtækin Íslensk erfðagreining og Urður, Verðandi, Skuld um dulkóðaða, ópersónugreinanlega notkun á upplýsingum úr krabbameinsskránni. Þessi ráðstöfun opnaði afar mikilvægar leiðir til erfðafræðilegra sjúkdómsrannsókna á Íslandi sem hafa borið árangur sem tekið hefur verið eftir á heimsvísu.


Heimahlynning byrjaði sem sprotaverkefni og sannaði gildi sitt en í dag er verkefnið komið í hendur Landspítala og dafnar vel. Guðrún hafði frumkvæði að stofnun Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem er einn af hornsteinum félagsins í dag og þá tókst henni að endurnýja allan brjóstaskoðunartækjabúnað félagsins. Bleiku boðin hófu göngu sína sem fjáröflun undir hennar stjórn og fyrsta Mottumars-átakið var haldið. Listinn er langur og ferillinn farsæll.


Þess má geta að 2. júní 2021 fagnaði Guðrún 80 ára afmæli!

Guðrún Agnarsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?