Að þurfa á heilbrigðis­þjónustu að halda

Það er gott að minna sig á að heilbrigðisstarfsfólk starfar eftir bestu þekkingu og reynslu við meðhöndlun á krabbameini og leggur sig fram til að koma til móts við þig og þínar þarfir.

Hafir þú nýlega greinst með krabbamein er líklegt að næstu daga og vikur munir þú kynnast mörgum ólíkum deildum spítalans. Það gæti vaxið þér í augum að vera komin í aðstæður sem þú hefur tímabundið litla sjórn á.

Kynntu þér sjúklingaráðin 10 en þar er að finna ýmsar upplýsingar um það hvernig þú getur haldið sem best utan um það sem er að gerast varðandi þína meðferð og heilsu.


Var efnið hjálplegt?