• Mynd: freedigitalphotos.net

Námskeið fyrir heilbrigðis­starfsfólk

Ráðgjafarþjónustan hefur verið að koma til móts við heilbrigðisstarfsfólk með námskeiðum og fræðslufundum sem hefur nýst þeim sem endurmenntun og þjálfun.  Má þar nefna tjáskiptanámskeið, hópatíma í slökun og einnig hefur verið boðið upp á núvitundarnámskeið.

Að færa "slæmar fréttir: Tjáskiptanámskeið 28. og 29. mars

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins í samvinnu við Landspítala efnir til námskeiðs fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga sem sinna sjúklingum með langvinna sjúkdóma og aðstandendum þeirra. Námskeiðin verða tvö að þessu sinni, haldin í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, dagana 28. og 29. mars 2017 kl. 8:30-16:30.

Markmið námskeiðsins er að efla getu þátttakenda til þess að færa „slæmar“ fréttir á nærgætinn hátt. Þátttakendur munu læra að þjálfa aðferðir sem stuðla að heiðarlegum og opnum tjáskiptum, byggja upp jákvætt meðferðarsamband og viðhalda von hjá sjúklingum og aðstandendum sem horfast í augu við lífsógnandi sjúkdóm.


Námskeiðið er byggt á viðurkenndum og árangursríkum kennsluaðferðum sem miða að því að efla og styðja við heilbrigðisstarfsfólk í starfi og hefur verið þróað og innleitt á Íslandi í samvinnu við EC4H ‒ Effective Communication for Health í Skotlandi.

Leiðbeinendur eru Jón Eyjólfur Jónsson, Arna Dögg Einarsdóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir, Guðríður K. Þórðardóttir, Þórhildur Kristinsdóttir  og Sigrún Lillie Magnúsdóttir.

  • Jón Eyjólfur er sérfræðingur í öldrunarlækningum og læknir í líknarráðgjafarteymi Landspítala.
  • Arna Dögg er læknir á líknardeild og í líknarráðgjafarteymi Landspítala.
  • Kristín Lára er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítala.
  • Guðríður K. Þórðardóttir er sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga og formaður hjúkrunarráðs, Landspítala.
  • Þórhildur Kristinsdóttir er sérfræðingur í lyflækningum, öldrunar – og líknarlækningum, Landspítala.
  • Sigrún Lillie er forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Þau hafa öll lokið leiðbeinendanámskeiði á vegum EC4H í Skotlandi.

Skráning á námskeiðið er með tölvupósti á sigrunli@krabb.is eða í síma 540 1916. Námskeiðsgjald er 8.000 kr. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Samstarf við EC4H í Skotlandi.

Krabbameinsfélag Íslands hefur undirritað samning við EC4H í Skotlandi til að geta boðið uppá tjáskiptanámskeið fyriri heilbrigðisstarfsfólk. Nú hafa sex heilbrigðisstarfsmenn fengið réttindi til að vera leiðbeinendur á námskeiðunum sem boðið er uppá hjá Krabbameinsfélaginu. 

Námskeiðin bera yfirskriftina „að færa slæmar fréttir“.  Um er að ræða vinnusmiðju þar sem nýtt eru raunveruleg dæmi úr daglegu starfi.

Markmið námskeiðsins er að efla getu þátttakenda til að færa „slæmar fréttir“ á nærgætinn hátt.  Þátttakendur læra að þjálfa aðferðir sem stuðla að heiðarlegum og opnun tjáskiptum, byggja upp jákvætt meðferðarsamband og viðhalda von hjá sjúklingum og aðstandendum sem horfast í augu við lífsógnandi sjúkdóm.

Námskeiðið er byggt á viðurkenndum og árangursríkum kennsluaðferðum sem miða að því að efla og styðja við heilbrigðisstarfsfólk í starfi og hefur verið þróað og innleitt á Íslandi í samvinnu við EC4H- Effective Communication for Health í Skotlandi.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún L. Magnúsdóttir, sigrunli@krabb.is.