Rósa Björg: Búin að sætta mig við að verða aldrei söm

Rósa Björg Karlsdóttir er 51 árs og greindist fyrir 10 árum með illvígt krabbamein í ristli sem hafði dreift sér í endaþarm, legháls og eitla í kviðarholi. 

Eftir langa meðferð og aðgerð þar sem settur var upp stómi tók við endurhæfingartímabil og gjörbreytt lífsmynd. 

„Ég var búin að ganga á milli lækna í alveg í eitt og hálft ár áður en ég fékk greininguna. Við tóku gríðarlega mörg ár í mikilli baráttu. Manni er bara hent niður á botninn og snýst á botninum lengi. Svo tekur við mikil endurhæfing og uppbygging og að læra að lifa nýju lífi því maður fer aldrei aftur á sama stað og fyrir veikindin. Ég er búin að læra það og sætta mig við það.“

https://youtu.be/_qSxhlQXWjE

Hefði viljað stuðning fyrir börnin og manninn

Þegar Rósa Björg greindist voru stelpurnar hennar tvær á viðkvæmum aldri. Veikindin höfðu mikil áhrif á þær og þær þurftu að fullorðnast á mjög skömmum tíma og taka ábyrgð á hlutum sem þær höfðu ekki þurft að gera áður; sjá um nesti, skipulag varðandi skóla og fleira.

„Því miður fengu þau ekki stuðning á sínum tíma. Ég hefði viljað að Stuðningsnetið okkar hefði verið orðið svona öflugt og sterkt eins og það er orðið í dag. Ég sé það þegar ég lít til baka. Ég hefði svo innilega viljað að þau hefðu fengið utanumhald. En sem betur fer erum við komin með þessa hjálp í dag og þessa aðstoð. Ég hefði líka svo gjarnan líka viljað eiga svona hvetjara út í bæ sem þyrfti bara að vera til staðar fyrir mig og hlusta.“

„Þú ert með frábæra lækna og heilbrigðissstarfsfólk en það er bara eitthvað x-mikið sem þú getur spurt það fólk út í af því það þekkir og veit ekki hvernig það er að lenda á þessum vegg. Hvernig það er að upplifa allt þetta flæði af tilfinningum. Það eru allir alltaf svo þakklátir loksins þegar þeir hitta einhvern sem hefur svipaða sögu, svipaða reynsla, á svipuðum aldri sem það getur spurt skrýtinna spurninga. Og þú ert ekkert dæmdur fyrir það. Þarna hittirðu bara einhvern einstakling sem getur gefið þér alls konar svör af eigin reynslu.“

Maðurinn eins og rútubílstjóri

Líf eiginmanns Rósu Bjargar gjörbreyttist og eftir greiningu sneri það að mestu um að halda heimilinu gangandi og sjá um stelpurnar á milli þess sem hann ók konu sinni í meðferðir eða fylgdi henni í heimsóknir til lækna eða á spítala. Þegar hún lítur til baka óskar hún þess að hann hefði fengið stuðning.

„Ég vil bara hvetja alla til að leita til okkar í Stuðningsnetinu vegna þess að í lok dags þá kemurðu alltaf pínu ríkari út og átt fleiri verkfæri í töskunni til að leysa vandamálin.“


 


Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?