Guðrún Sesselja: Fannst þetta fyrst óyfirstíganlegt

  • Guðrún Sesselja Sigurðardóttir

Guðrún Sesselja Sigurðardóttir var 39 ára árið 2016 þegar maðurinn hennar greindist með krabbamein. Þau voru með stórt heimili; fjögur börn á aldrinum eins og tveggja ára, 7 og 15. Fyrsta hugsunin var að tala við einhvern með reynslu af því að vera maki með stóra fjölskyldu.

„Þegar maður á svona stóra fjölskyldu og mörg börn þá er alveg nóg að díla við bara það á hverjum degi og svo bættist þetta við. Mér fannst þetta vera óyfirstíganlegt verkefni. Ég sá ekki hvernig ég ætti að gera þetta og þegar ég fór á vefsíðu Krafts og sá að þarna var hægt að sækja um jafningjastuðning þá smellti ég strax á hnappinn og bað um stuðning. Ég var svo fegin að ég þurfti ekki að hringja og tala við einhvern því ég er ekki viss um að ég hefði getað það.“

„Mér finnst svo mikilvægt að geta talað við einhvern sem hefur verið þarna. Sem getur bara sagt - Já ég veit“

https://youtu.be/9g3Zo8mONKo

„Mér fannst einhvern veginn eins og enginn skyldi mig og ég hugsaði strax: Ég verð að tala við einhvern sem getur sagt mér, hvernig ég á að gera þetta? Hvernig ég á að fara að þessu? Ég varð að fá manneskju sem hafði gengið í gegnum krabbamein með stóra fjölskyldu. Mér var alveg sama um kynið, eða krabbameinið mig vantaði einhvern sem hafði lifað þetta af með stóra fjölskyldu. Sá veiki er alltaf miðpunkturinn en það er líka alveg rosalega erfitt að vera aðstandandi og þeir þurfa líka hjálp. Það er ekkert sjálfgefið að fólk komi auga á það. Þegar að einn aðili veikist og er tekinn í burtu þá er þarna fjölskylda sem er án eins útlims og þarf að læra að gera hlutina upp á nýtt. Ég hef ábyggilega aldrei verið eins umvafin jafn miklu af fólki og þetta sumar sem hann var að lasinn en ég hef samt aldrei upplifað mig jafn einmana. Mér fannst ég vera eyland. En stuðningsfulltrúinn minn hún skyldi hvað var að gerast og hún gat sagt mér hvað hún hafði gert.

Það munar svo miklu að geta talað við einhvern sem skilur þig. Einhvern sem hefur verið þarna og getur sagt – já ég veit. Það er bara þessi fullvissa að manneskjan sem þú ert að tala við veit hvað þú ert að tala um.“

Guðrún Sesselja er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu



Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?