Arnar Sveinn: Logandi hræddur, en reynslusögur hjálpuðu

  • Arnar Sveinn Geirsson

Arnar Sveinn Geirsson er 36 ára í dag en var einungis 11 ára þegar hann missti móður sína úr krabbameini. Áfallið mótaði hann fyrir lífstíð.

„Reynslusögur annarra var það sem virkilega hjálpaði mér í gegnum þetta.“

„Ég missti mömmu mína úr krabbameini árið 2003 þá 11 ára gamall. Hún veiktist fyrst árið 1993 en greindist svo aftur með meinvörp árið 1998. Hún lifði í raun lengi eftir það miðað við hvað læknarnir sögðu lífslíkur hennar vera.

Að heyra reynslusögur frá fólki sem var að ganga í gegn um svipaða hluti, upplifa svipaðar tilfinningar og fleira hefur hjálpað mér mest. Áður gerði ég allt sem ég gat til þess að forðast Kraft, vegna ótta við veikindin og dauðann. En nú veit ég betur.“

Móðir Arnars var ein stofnenda Krafts og vann ötult starf fyrir félagið allt fram á síðasta dag. 

„Fráfall mömmu hefur mótað mig fyrir lífstíð. Það tók mig langan tíma að vinna úr þessu áfalli. Ég reyndi að sópa því undir teppið en gat það ekki lengur. Þetta hefur gefið mér margt og mér finnst gott að geta þótt vænt um þessa hluti sem maður óskar þó að maður hefði aldrei þurft að ganga í gegnum. Út af þessari reynslu hefur ýmislegt jákvætt gerst. Hún hefur styrkt mig mikið persónulega og hjálpað mér að takast á við lífið. Ég á auðveldara með að aðlagast nýjum aðstæðum og hef mun meiri þrautseigju en áður. Í dag er reynslan mestmegnis jákvæð þó það hafi tekið tíma að komast þangað.

Logandi hræddur

Það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem er, eins og ég var, logandi hrætt við veikindin og það er mikilvægt að fólk viti af því að það sé til Stuðningsnet sem það getur leitað til og fengið samband við einhvern sem veit hvað það er að ganga í gegnum.

Stuðningsnetið og jafningjastuðningurinn skiptir svo miklu máli því þetta er eitthvað sem þú færð hvergi annarsstaðar. Með því að bjóða upp á Stuðningsnet þá er þetta orðið svo aðgengilegt. Sá sem þarf stuðning þarf ekki að fara að leita af einhverjum sjálfur. Hann/hún getur haft samband og fengið símtal frá einhverjum með svipaða reynslu á bakinu. Jafningjastuðningur og reynsla annarra var það eina sem lét mér finnast ég ekki vera einn.”

Arnar Sveinn er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu 


 


Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?