Fréttabréf (Síða 3)

Anna Margrét Björnsdóttir 5. sep. 2023 : Eins og að steini sé kastað í vatn

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Flestir vilja leggja sitt af mörkum til að vera til staðar, en mörgum reynist flókið að átta sig á með hvaða hætti þeir geti orðið að liði. Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, hvetur okkur til að huga að styrkleikum okkar og hafa trú á því að orð okkar og gjörðir geti skipt máli fyrir þann sem greinist með krabbamein og ástvini hans.

Anna Margrét Björnsdóttir 5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Anna Margrét Björnsdóttir 17. ágú. 2023 : Regluleg hreyfing dregur úr krabbameinsáhættu

Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir sem tengjast lífsvenjum fólks geta ýmist aukið áhættuna á krabbameinum eða dregið úr henni. Meðal þessara þátta er líkamleg hreyfing. Regluleg hreyfing minnkar líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi, brjóstum og legbol auk þess sem ástundun hreyfingar stuðlar að heilsusamlegri líkamsþyngd og hefur þannig óbein verndandi áhrif þar sem a.m.k. 13 tegundir krabbameina tengjast yfirþyngd og offitu.

Anna Margrét Björnsdóttir 17. ágú. 2023 : „Það eru einhvern veginn allir í þessu saman.“

Styrkleikarnir snúast um samfélag og það eru fyrst og fremst liðin og einstaklingarnir sem mynda þau sem gefa viðburðinum lit. Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Jötunheimum á Selfossi, tók þátt í Styrkleikunum 2023 í annað sinn með liði starfsfólks leikskólans. Við fengum hana til að segja okkur aðeins frá því hvaða þýðingu viðburðurinn hefur fyrir liðið og fyrir hana sjálfa.

Anna Margrét Björnsdóttir 17. ágú. 2023 : Sólarhringur af samstöðu á Austurlandi

Dagana 26 og 27. ágúst næstkomandi verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta sinn á Egilsstöðum, en viðburðurinn hefur tvisvar sinnum verið haldinn með frábærum árangri á Selfossi. Markmiðið með Styrkleikunum er að sýna stuðning með táknrænum hætti við þá sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra og að heiðra og minnast ástvina. Rakel Ýr Sigurðardóttir, nýr verkefnastjóri Styrkleikanna hjá Krabbameinsfélaginu, ræðir við okkur um töfrana sem felast í samtakamættinum sem einkennir Styrkleikana.

Anna Margrét Björnsdóttir 17. ágú. 2023 : Vestfirðingar hlaupa í boði Velunnara Krabbameinsfélagsins

Undanfarin fjögur ár hefur krabbameinsfélagið Sigurvon starfrækt hreyfihóp á Vestfjörðum sem býður upp á fríar æfingar yfir sumartímann. Æfingarnar eru undir tilsögn Árna Heiðars Ívarssonar, einkaþjálfara og hlaupara, en hann hefur stýrt hópnum frá upphafi. Verkefnið er styrkt af Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins og hefur vakið mikla lukku. Þórir Guðmundsson, ritari Sigurvonar og einn af aðalskipuleggjendum hreyfihópsins, ræddi við okkur um tilurð hópsins og framtíðaráform fyrir verkefnið.

Anna Margrét Björnsdóttir 17. ágú. 2023 : Úr 800 metrum í 42 kílómetra eftir meðferð við heilaæxli

Gerður Rún Guðlaugsdóttir á langan hlaupaferil að baki, en hún byrjaði að æfa markvisst og keppa í hlaupum fyrir þrjátíu árum síðan. Hún greindist með heilaæxli sem fannst fyrir tilviljun árið 2010 og gekkst í kjölfarið undir skurðaðgerð, geisla- og lyfjameðferð. Hún fór aftur af stað í hlaupunum fyrir um fimm árum síðan, hljóp hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra með góðum árangri og stefnir á heilt maraþon í München í haust.

Síða 3 af 3