Eldblóm

Eldblóm x Bleika slaufan



Dansverk fyrir flugelda og flóru „Eldblóm x Bleika slaufan“ Umgjörð sýningarinnar er óhefðbundin, en sviðið er blómabeð í Hallargarðinum og dansararnir eru blóm sem hefur verið nostrað við undanfarna mánuði.

„Ég vil að sem flestir viti af því frábæra starfi sem unnið er hjá Krabbameinsfélaginu, sem ágóði af Bleiku slaufunni rennur til,“ segir Sigga Soffía. „Ég vissi ekki sjálf fyrr en ég greindist hversu mikil þjónusta stendur fólki til boða án endurgjalds. Mig langaði til að bjóða gestum sýningarinnar upp á möguleikann á því að leggja þessu starfi lið. Að geta setið í garðinum með gott kaffi og boðið fjölskyldumeðlimi, vinnufélaga, vinkonu eða vin upp á kaffibollaígildi af stuðningi með einum smelli.“

IMG_5327_1685027333024

Verk Sigríðar Soffíu Níelsdóttur Eldblóm var fyrst frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 17. júní 2020 og er nú sett upp í þriðja sinn, en í ár hefur beðið verið klætt í bleikan búning til heiðurs Bleiku slaufunni. Í heildina munu 7.000 laukar, dalíur og liljur springa út yfir sumarið og gleðja augað, um leið og vakin er athygli á starfi Krabbameinsfélagsins.

Frjáls framlög renna óskipt til Krabbameinsfélagsins.

Hlutverk Krabbameinsfélagins er að efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameinum. Við leggjum áherslu á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, efla krabbameinsrannsóknir, lækka dánartíðni, bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og vera málsvari krabbameinssjúklinga og beita sér fyrir réttindum þeirra.

Kærar þakkir fyrir að styrkja Krabbameinsfélagið. Velvild frá fólki eins og þér er grundvöllur þess að félagið okkar geti starfað.

Leggðu okkur lið

________________________________________

Our mission is to promote the fight against cancer in every way. We focus on reducing the cancer mortality rate, promoting cancer research, improving the quality of life of those diagnosed with cancer, and being an advocate for cancer patients and their rights.

Please accept our sincere thanks for your support the Icelandic Cancer Society. Your generosity is the foundation for our success.

Our mission is to promote the fight against cancer in every way. We focus on reducing the cancer mortality rate, promoting cancer research, improving the quality of life of those diagnosed with cancer, and being an advocate for cancer patients and their rights.

Please accept our sincere thanks for your support the Icelandic Cancer Society. Your generosity is the foundation for our success.

Support us