Kynlíf og nánd eftir greiningu krabba­meins

Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir þróa meðferð fyrir konur með krabbamein og maka og meta áhrif á aðlögun tengda kynlífi og nánd.

Greining og meðferð krabbameins er fyrirséður álagsvaldur í sambandi við kynlíf og nánd og skortur er á rannsóknum um þetta efni. Tilgangur verkefnisins er að þróa og meta árangur meðferðar fyrir pör þar sem konan hefur greinst með krabbamein í því skyni að efla aðlögun tengda kynlífi og nánd.

Verkefni Erlu Kolbrúnar Svavarsdóttur hjúkrunarfræðings og prófessors, Þróun meðferðarsamræðna við konur með krabbamein og maka og áhrif samræðna á aðlögun tengda kynlífi og nánd, hlaut styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árin 2017 og 2018, 2 milljónir króna hvort árið fyrir sig. Nú hafa 60 pör lokið meðferðinni.

Í myndbandinu er rætt við Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur hjúkrunar- og kynfræðing sem vinnur að rannsókninni ásamt Erlu.

https://youtu.be/GeE5WPYnRiE

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar og má lesa um þær í þessum þremur greinum:

A systematic review of characteristics of couple-based intervention studies addressing sexuality following cancer

Effectiveness of a couple-based intervention on sexuality and intimacy among women in active cancer treatment: A quasi-experimental study

The Benefit of a Couple-Based Intervention Among Women in Active Cancer Treatment on Sexual Concerns: A Quasi-Experimental Study

 MYND/Kristinn Ingvarsson