Einstakt tæki­færi til að greina snemma helstu tegundir krabba­meina

Valur Emilsson rannsakar möguleika á að greina snemma helstu tegundir krabbameina í sermi einstaklinga.

Hér er á ferðinni ein umfangsmesta rannsókn á tengslum próteina við ólíkar tegundir krabbameina sem greinast í sama þýði. Könnuð verða vensl þúsunda prótein í sermi við algengustu tegundir krabbameina samanber krabbamein í lungum, ristli, brjóstum, maga, nýrum og blöðruhálskirtli, svo nokkur dæmi sé nefnd.

„Þessi rannsókn býður upp á einstakt tækifæri til að greina snemma ólíkar tegundir krabbameina og ef niðurstöðurnar yrðu útfærðar frekar með hagnýtingargildi í huga gætu þær leitt til lækkunar á nýgengi krabbameina og dregið úr dánartíðni af þeirra völdum.“ segir Valur.

Verkefnið Vensl sermispróteina við þekkt og ný tilfelli krabbameina hlaut 5.878.184 kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2022