Heilsamín
  • Notist daglega
  • Endurnýjast sjálfkrafa
  • Geymist þar sem börn ná til

Forðumst reyk og tóbak

Reykingar valda flestum krabbameinum og dauðsföllum af þeirra völdum á heimsvísu. Þannig eru reykingar stór áhættuþáttur 15 mismunandi krabbameina og er lungnakrabbamein algengast. Óbeinar reykingar auka líka hættuna á lungnakrabbameini. Það er ekki til neitt sem heitir skaðlaus tóbaksnotkun – fyrir hvert skipti sem tóbak er notað eykst áhættan.

Ef þú vilt aðstoð við að hætta að reykja eða nota tóbak eða minnka notkunina getur þú hringt í Reyksímann í síma 800-6030 eða sent tölvupóst á netfangið 8006030@hsn.is.

Ekki er enn vitað hvort rafrettur séu krabbameinsvaldandi. Hins vegar hafa fundist tengsl milli notkunar rafretta og lungnasjúkdóma.

Nánari upplýsingar má finna hér:

Tobacco - National Cancer Institute

Tobacco and cancer - European Code against Cancer

Rygning - Kræftens Bekæmpelse

Fréttaumfjöllun RÚV um rafrettur


Var efnið hjálplegt?