11. jan. 2021

Slökun fyrir aðgerð

Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að með því að nýta aðferðir sem draga úr kvíða fyrir aðgerð upplifi sjúklingar minni verki og ógleði eftir aðgerðina. 

Krabbameinsfélagið býður þér að hlusta á slökun fyrir aðgerð þér að kostnaðarlausu. „Það skiptir ekki máli hvort þú sért að fara í aðgerð á spítala eða á stofu, hugurinn aðlagar slökunina sjálfkrafa að þínum aðstæðum” segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem er höfundur þessa verkefnis.

Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að með því að nýta aðferðir sem draga úr kvíða fyrir aðgerð upplifi sjúklingar minni verki og ógleði eftir aðgerðina.

Það ættu allir sem þurfa að gangast undir aðgerð að geta nýtt sér þessa slökun.

Krabbameinsfélagið · Slökun fyrir aðgerð