Bleika slaufan
Sala á Bleiku slaufunni hefst á miðnætti!
Bleika slaufan 2024
Bleika slaufan er komin. Slaufan í ár er fagurbleikur og skínandi blómakrans fléttaður úr þremur nýútsprungnum blómum. Kransinn samanstendur af vafningum sem vefjast um hvern annan og tákna þannig þá umhyggju og stuðning sem við njótum flest á erfiðum tímum. Styrkurinn felst í samstöðu okkar - saman erum við sterkari.
Hönnuður Bleiku slaufunnar í ár er Sigríður Soffía Níelsdóttir
Sigga Soffía er danshöfundur í grunninn og þekktust fyrir flugeldasýningar og blómlistaverk en hún hannar undir nafninu Eldblóm.
Fræðsla fyrir aðstandendur
Aðstandendur eru ómetanlegir í alvarlegum veikindum. Upplýsingar og hagnýt ráð geta komið að gagni fyrir nána aðstandendur, vini, kunningja og vinnufélaga fólks með krabbamein.
Vinir slaufunnar
Sögur kvenna
„Sögur kvenna“ er greinasafn Krabbameinsfélagsins sem miðlar reynslusögum kvenna sem greinst hafa með krabbamein. Viðtöl við konur sem eru tilbúnar að stíga fram, segja sína sögu með það að leiðarljósi að aðstoða aðrar konur í sömu sporum. Einlægar og upplýsandi frásagnir um hvernig er að ganga í gegnum krabbameinsmeðferðir og mikilvægi vinahópa og aðstandenda í því ferli.
Bleikar fréttir
Bleik miðnæturopnun í Smáralind
Bleik Miðnæturopnun verður sannkölluð hátíð þar sem góð kaup, gleði og góðgerðarstarf sameinast í eitt. Frábær tilboð verða um allt hús allan daginn, bleik stemning og risa happdrætti til styrktar Bleiku slaufunni.
Þú breytir öllu
Bleika slaufan 2024
Lífskraftsdagurinn við Helgafell í Hafnarfirði
Opnunarhátíð Bleiku slaufunnar
Bleika slaufan: Um átakið 2024
Vissir þú að ...
- 0123456789012345678901234567890123456789
er árlegur meðalfjöldi þeirra skipta sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita stuðning og ráðgjöf?
- 012345678901234567890123456789
er árlegur meðalfjöldi þeirra kvenna sem greindust með krabbamein hérlendis árin 2018 - 2022?
- 012345678901234567890123456789
milljónir voru veittar úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 58 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2024?
Skráðu þig í Vinkonuklúbb Bleiku slaufunnar
Stöndum saman og virkjum vináttuna! Þátttaka kvenna á Íslandi í skimun fyrir krabbameinum hefur minnkað síðustu ár og hvetjum við ykkur til að mæta í skimun. Eitt er víst og það er að samstöðukraftur kvenna er magnaður. Það sýna vinkvennahópar sem halda hópinn, jafnvel svo áratugum skiptir, í gegnum súrt og sætt, veita ómetanlegan stuðning á erfiðum stundum og hvatningu þegar á þarf að halda
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.