Beint í efni

Opn­un­ar­há­tíð Bleiku slauf­unnar 2025

Opnunarhátíð Bleiku slaufunnar í fór fram í Borgarleikhúsinu 30. september.

Bleika slaufan, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum, á einstakan sess í hjörtum landsmanna. Á opnunarhátíð átaksins í ár komu fram margir af okkar dáðustu listamönnum.

Húsið mun opnaði kl. 17:30 í bleikum hátíðarljóma. Í anddyrinu kynntu nokkrir af samstarfsaðilum Bleiku slaufunnar vörur sínar og þjónustu og tónlistarmenn göldruðu fram ljúfa djasstóna. 

Stórglæsileg dagskrá hófst kl. 19:00 á sviði leikhússins þar sem Forseti Íslands heiðraði samkomuna með stuttu ávarpi. 

Meðal þeirra sem komu fram voru:

  • Birgitta Haukdal
  • Emilíana Torrini og Lay Low
  • Friðrik Ómar og Jógvan
  • Hipsumhaps
  • Íslenski dansflokkurinn
  • Páll Óskar
  • Sigríður Beinteinsdóttir
  • Snjólaug Lúðvíksdóttir  

Kynnir var Eva Ruza.

Allt starf Krabbameinsfélagsins miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein. Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja er forsenda fyrir starfi félagsins, sem byggir alfarið á söfnunarfé.