Beint í efni

Opn­un­ar­há­tíð Bleiku slauf­unnar 2025

Nú getur þú tryggt þér miða á opnunarhátíð Bleiku slaufunnar í Borgarleikhúsinu 30. september – Bleika slaufan fylgir hverjum miða!

Bleika slaufan árlegt árverkni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins gegn krabbameini í konum á einstakan sess í hjörtum landsmanna. Á opnunarhátíð átaksins í ár koma fram margir af okkar dáðustu listamönnum.

Húsið opnar kl. 17:30 í bleikum hátíðarljóma. Í anddyrinu kynna samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar vörur sínar og þjónustu og Steinar Sigurðsson galdrar fram ljúfa djasstóna. 

Stórglæsileg dagskrá hefst kl. 19:00 á sviði leikhússins.


Meðal þeirra sem koma fram eru:

  • Birgitta Haukdal
  • Emilíana Torrini og Lay Low
  • Friðrik Ómar og Jógvan
  • Hipsumhaps
  • Íslenski dansflokkurinn
  • Páll Óskar
  • Sigríður Beinteinsdóttir
  • Snjólaug Lúðvíksdóttir  

Kynnir er Eva Ruza.

Aðgangsmiði á opnunarhátíðina kostar kr. 6.900. Bleika slaufan fylgir hverjum miða og verður afhent við innganginn.  

Allt starf Krabbameinsfélagsins miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein. Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja er forsenda fyrir starfi félagsins, sem byggir alfarið á söfnunarfé. 

Við hlökkum til að sjá þig í Borgarleikhúsinu þann 30. september.