Beint í efni
Hannar þú næstu slaufu 2026?

Hannar þú Bleiku slaufuna 2026?

Leit er hafin að hönnuði Bleiku slaufunnar 2026. Frestur til að senda inn tillögur er til og með 10. desember. 

Bleika slaufan er hönnunargripur með yfir 25 ára sögu og hafa margir af okkar færustu hönnuðum og gullsmiðum sett sinn svip á slaufuna.

Nú leitum við næsta hönnuðar til að ganga til liðs við okkur og verða hluti af arfleifð Bleiku slaufunnar. Með því að taka þátt styður þú við fjölbreytt starf Krabbameinsfélagsins sem allt miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein. 

  • Frestur til að senda inn tillögur er til og með 10. desember. 


Hönnuður Bleiku slaufunnar 2025 var Thelma Björk Jónsdóttir 

Thelma Björk er menntaður fatahönnuður og listakona og var valin úr hópi ríflega 120 aðila til að hanna slaufuna. Hún greindist með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með ólæknandi krabbameini. 

Hönnuður Bleiku slaufunnar 2024 var Sigga Soffía

Hönnuður Bleiku slaufunnar 2022 voru þau Helga Friðriksdóttir og Orri Finnbogason hjá Orrifinn Skartgripum