Bleiki dagurinn
Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að vera bleik - fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Bleiki dagurinn verður miðvikudaginn 22. október.
Ýmsar hugmyndir
- Bleikt morgunkaffi
- Bleikur hádegisverður
- Skreyta vinnustaðinn
- Klæðast einhverju bleiku
- Veita verðlaun fyrir fatnað og skreytingar
Sendið sögur og myndir
Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan.

Var efnið hjálplegt?
Gott að vita, takk!