Bleiki dagurinn
Á Bleika deginum berum við Bleiku slaufuna, klæðumst bleiku og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini. Við stöndum með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.
Bleiki dagurinn verður miðvikudaginn 22. október.
Ýmsar hugmyndir
- Bleikt morgunkaffi
- Bleikur hádegisverður
- Skreyta vinnustaðinn
- Klæðast einhverju bleiku
- Veita verðlaun fyrir fatnað og skreytingar
- Göngutúr í hádeginu
- Bleik lýsing
- Hópeflisleikir
- Bleikur matseðill á matarvefnum Gott & einfalt
- Skoða hvað samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar bjóða upp á í tilefni dagsins
Sendið sögur og myndir
Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan.

Var efnið hjálplegt?
Gott að vita, takk!