Vinir Bleiku slaufunnar 2025
Gísladóttir: Bleika slæðan Bjarma
Sérhannaðar silkislæður seldar í vefverslun Krabbameinsfélagsins til styrktar átakinu.
Bleika sápan frá URÐ
Sápan gengur undir nafninu Brjóstvit og er handgerð, náttúruleg og inniheldur hreinar ilmolíur, lavender og greip. Á umbúðunum má finna upplýsingar um brjóstakrabbamein. Markmiðið með sölu á sápunni er að fræða og vekja fólk til umhugsunar og um leið styrkja Bleiku slaufuna. Ágóði af sölu Bleiku sápunnar rennur til Bleiku slaufunnar.
Bláa lónið
Í október rennur 30% af sölu Blue Lagoon Skincare varasalvans til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins. Næringarríkur varasalvi sem verndar og mýkir varirnar samstundis auk þess að innsigla raka. Varirnar fá fyllri og sléttari ásýnd.
Hjartastaður
Af hverju seldu Bleiku kerti renna 10% beint til átaksins. Í ár bætist við sérstakur kertastjaki í lagi slaufu, hannaður til heiðurs Bleiku slaufunni.
Salún
Í október renna 15% af öllum seldum handklæðum á salun.is til Krabbameinsfélagsins. Salún er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilistextíl.
Orkan
Verum bleik allan ársins hring með Orkulyklinum í hóp Bleiku slaufunnar. Orkulykilin er hægt að sækja í Apple/Google veskið í símanum eða á lyklakippunni og gefur hann 12 kr. afslátt af hverjum seldum lítra af öllum stöðvum Orkunnar (Afsláttur gildir ekki á lægsta verð stöðvum Orkunnar, en þar gildir þeirra allra lægsta verð).
Með því að styrkja Bleiku slaufuna gefa viðskiptavinir 1 kr. af sínum afslætti allan ársins hring og 2 kr. í október.
Orkan gefur jafnt á móti fyrir hvern seldan lítra sem safnast fyrir Bleiku slaufuna.
Perform
Perform styrkir Bleiku Slaufuna með um 200 kr. af öllum sölum í október.
Bakarameistarinn
15% af söluvirði bleikra vara renna til Krabbameinsfélagsins á Bleika daginn, miðvikudaginn 22. október.
Þór hf.
Allur ágóði af sölu bleikra vara hjá Þór hf. í október rennur til Krabbameinsfélagsins.
Whales of Iceland
Kvenkyns háhyrningar eru hörðustu verur hafsins! Í október mun allur ágóði af sölu á háhyrningabolum og -málmbollum renna til Bleiku slaufunnar.
Local
Local kynnir inn bleikt salat í október. 10% af söluandvirði salatsins rennur beint til Bleiku Slaufunnar, nældu þér í ljúffengt salat og styrktu um leið gott málefni.
EKOhúsið
10% af sölu á vinsæla Aura svitalyktareyðinum í október rennur til Bleiku slaufunnar. Í EKOhúsinu færð þú umhverfisvænar og náttúrulegar vörur fyrir líkama, heimili og heilsu, fatnað, leikföng, gjafavöru og margt fleira.
Glóandi kerti
1.000 kr. - af hverju seldu Slaufukonukerti renna til Bleiku slaufunnar.
17 sortir
10% af seldum bleikum kræsingum renna til Bleiku slaufunnar. Vörurnar eru til sölu í verslunum Hagkaups en einnig er hægt að panta í vefverslun.
Hafið fiskverslun
20% af söluvirði fiskréttar mánaðarins renna til Bleiku slaufunnar. Rétturinn í ár er langa með reyktri papriku, chilli, hvítlauk, döðlum og dásamlegur samruni sætu og krydds sem kitlar bragðlaukana.
Freistingasjoppan
Selja pakka með uppskrift og ullargarni í vettlinga með merki Bleiku slaufunnar. 10% af söluvirði hvers pakka renna til átaksins.
Cu2 ehf.
Fallegt bleikt gjafasett sem er sérstakt samstarf Barbie tm og Fler. 10% af ágóða gjafasettsins rennur til Bleiku slaufunnar. Settið inniheldur Fler rakvélina í Barbie bleikum lit, bleikan vegghaldara, tvö rakvélablöð og bleikt ferðahulstur.Settið inniheldur einnig Foamtastic Coconut rakfroðu í fullri stærð og hið vinsæla Slow It Down body lotion sem róar húðina eftir rakstur og hægir á hárvexti. Sölustaðir: Fotia.is, Beutybox.is og Hagkaup.
Blomdahl Ísland
Allur ágóði af sölu á bleikum eyrnalokkum og skarti í október rennur til styrkar Bleiku slaufunni.
Grænn markaður
10% af heildsöluverði bleikra októberstjarna renna til Bleiku slaufunnar í október.
Lindex
Gefa 10% af sölu á brjóstahöldurum í október til Krabbameinsfélagsins.
Inter
1.000 kr. af hverri seldri Rejuvaskin vöru úr vefversluninni Inter í október rennur til bleiku slaufunnar. Rejuvaskin framleiðir húðkrem sem styðja við endurheimt húðarinnar, draga úr örum, húðslitum og ver gegn sólarljósi. Kremin innihalda nærandi innihaldsefni sem styrkja, mýkja og jafna húðina. Henta vel fyrir daglega notkun til að bæta heilsu og útlit húðar.
Hlaupár
15% afsláttur afsláttur + 15% renna til Bleiku slaufunnar af öllum bleikum vörum í HLAUPÁR á Bleika daginn, miðvikudaginn 22. október.
Baxter
20% af öllum seldum vörum hjá Baxter.is í október rennur til Bleiku slaufunnar.
Taktikal
Taktikal mun gefa 100 kr. af hverri undirritun sem gerð er í kerfum Taktikal á Bleika daginn 22. október.
Fasteignasalan Torg
Fasteignasalan Torg styrkir Bleiku slaufuna um 10.000 kr. fyrir hverja nýskráða eign í október.
Lýsi
Lýsi styrkir Bleiku slaufuna um 300 krónur af hverri seldri dós af Omega3 forte bleikt +D&E.
Verkefninu til stuðnings verður varan auglýst í blöðum og á samfélagsmiðlum auk þess sem varan verður sérstaklega auglýst í öllum verslunum Bónus.
Húðlæknastöðin
Húðlæknastöðin býður upp á lasermeðferð fyrir þá sem vilja minnka ásýnd öra. 1.000 kr. af öllum öralaser meðferðum í október renna til Krabbameinsfélagsins.
Líf Kírópraktík
Í október gefst tækifæri á að bóka fyrsta tíma hjá kírópraktorum Líf Kírópraktík þar sem allur ágóði af tímum rennur beint til Bleiku slaufunnar.
JYSK
10% af sölu á öllu KING COLE garni sem selst frá 1.10 - 15.10 rennur til Bleiku slaufunnar. JYSK auglýsir átakið á samfélagsmiðlum sínum og hafa það sýnilegt á skjám í öllum verslunum.
Studio Hekla Nína
Bollar og kertadiskar eftir leirlistakonuna Heklu Nínu eru til sölu til styrktar Bleiku Slaufunnar. Keramik vörurnar eru handgerðar og fer mikil ást og hlýja í hverja þeirra. Vörurnar bera hluta slagorðs Bleiku Slaufunnar í ár „List að Lifa”.
TVG-Zimsen
TVG-Zimsen styrkja Bleiku slaufuna með endurgjaldslausum flutningi á slaufum til landsins auk þess að flytja slaufur til söluaðila innanlands.
Icelandair Cargo
Icelandair Cargo fluttu Bleiku slaufuna til Íslands án endurgjalds.
Ljárdalur: Bleik grafa á uppboði
Ljárdalur gefur allan ágóða af bleikri HT10 gröfu. Uppboð stendur yfir út september á www.ljardalur.is og mun allur ágóði renna til styrktar Bleiku slaufunnar.
Nathan&Olsen
15 kr. af öllum seldum Neutral vörum í Bónus í september og október renna til Bleiku slaufunnar.
Partýbúðin
Allur ágóði af sölu á bleiku skrauti í október rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.
ChitoCare Beauty
Í október mun 10% af sölu Anti-Aging Repair Serum renna til Bleiku slaufunar.
ELKO
ELKO er stoltur endursöluaðili bleiku slaufunnar. Í bleiku vikunni 20. – 26. október mun 10% af öllum seldum bleikum vörum úr ELKO renna óskert til Bleiku slaufunnar.
Landsbankinn
Landsbankinn hefur Bleiku slaufuna til sölu fyrir sitt starfsfólk. Bankinn jafnar svo þá upphæð sem selst fyrir og tvöfaldar þannig virði hverrar slaufu til stuðnings átakinu.
Hagkaup
Viðskiptavinir Hagkaupa geta bætt styrki til Bleiku slaufunnar við sín innkaup og Hagkaup mun leggja sömu upphæð á móti til átaksins.
Silkisvefn
Allur ágóði af sölu bleikra vara hjá Silkisvefn rennur óskertur til Bleiku slaufunnar.
Fatabásar
Fyrirtækið Fatabásar setja upp bleikan bás í Mjóddinni í október og allur ágóði bássins rennur til Bleiku slaufunnar.
Bónus og Myllan
100 kr. af hverri bleikri möndluköku í Bónus rennur til Bleiku slaufunnar. Kakan verður til sölu frá og með 14. október og fram yfir Bleika daginn 22. október.