Heimsóknir og götukynningar
Krabbameinsfélagið stendur reglulega fyrir heimsóknum og götukynningum víða um land. Þar gefst þér tækifæri til að fræðast um starfsemi félagsins.
Markmiðið er að kynna Velunnara-verkefnið fyrir landsmönnum en mánaðarlegur stuðningur Velunnara er burðarásinn í baráttunni gegn krabbameinum.
Nú er verið í Kópavogi og á fjölförnum stöðum við Glæsibæ, Höfða og í Mjódd í Reykjavík og á Smáratorgi í Kópavogi.
Með því að gerast Velunnari leggur þú þitt af mörkum til að:
- veita krabbameinsgreindum og fjölskyldum þeirra ókeypis ráðgjöf og stuðning,
- fjármagna fræðslu og forvarnir,
- styðja mikilvægar rannsóknir sem bjarga mannslífum.
Við hlökkum til að hitta þig. Saman getum við gert gæfumuninn í baráttunni við krabbamein.
Götukynnarnir okkar
Þetta góða fólk er á ferðinni þessa dagana fyrir hönd Krabbameinsfélagsins í Kópavogi og á fjölförnum stöðum við Glæsibæ, Höfða og í Mjódd í Reykjavík og á Smáratorgi í Kópavogi.



Ísak Bjarki Yngvason, Björgúlfur Kristófer Sigurðsson og Gylfi Snær Ingimundarson



Kristín Aldís Markúsdóttir, Halldór Ísak Ólafsson og Halldór Björn Hansen



Arnþór Ómar Gíslason, Anton Smári Hrafnhildarson og Bjarni Snær Gunnarsson