Beint í efni
Mildi 2025

Seld­ist upp á tveimur dög­um

Alls sóttu 100 konur viðburðinn Mildi 2025 sem seldist upp á aðeins tveimur dögum. Rann allur ágóði af kvöldinu óskiptur til Bleiku slaufunnar, samtals 1.099.000 krónur.

Mildi 2025 er hugarburður Lilju Ketilsdóttur og Jönu Steingrímsdóttur. Þær langaði til að skapa vettvang þar sem mildi, kærleikur og vellíðan væru í forgrunni, auk þess að láta gott af sér leiða. Viðburðurinn var haldinn í fyrsta sinn í ár, en þær stefna að því að hann skapi sér sess sem árlegur góðgerðaviðburður tileinkaður konum sem vilja tengjast sjálfri sér og öðrum í kærleika, ró og vellíðan.


Tónlist, jóga, fræðsla og slökun
Kvöldið hófst með samveru og veitingum, auk þess sem gestir nutu ljúfra tóna frá Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Péturssyni sem settu tóninn fyrir kvöldið. Þá var gestum boðið upp á fræðandi fyrirlestur frá Sigrúnu Halldórs hjá Happy Hips um flökkutaugina, sem gegnir lykilhlutverki í jafnvægi og ró líkamans.

Dagskráin sameinaði öndun, dans, jóga og að lokum tónheilun sem leidd var af Áshildi Hlín, með jóga nidra hugleiðslu frá Lilju þar sem áhersla var lögð á að sleppa tökunum, anda djúpt og næra innri ró og efla tengingu við innra jafnvægi. Að kvöldi loknu var dregið í veglegu happdrætti, þar sem fjöldi fyrirtækja hafði lagt til vinninga í þágu Bleiku slaufunnar.

Kraftaverk í mildi og samveru
Allt kvöldið var unnið í anda góðvildar og samstöðu, þar sem hver þátttakandi gaf af sér til að styrkja mikilvægt málefni. „Kvöldið var allt hið besta í alla staði. Mikill kærleikur, samstaða og þakklæti flæddu um salinn – þetta var sannkallað kraftaverk í  mildi og samveru,“ segja Lilja og Jana um upplifunina. „Gestir komu þar saman til að hægja á, næra líkama og sál og sleppa því sem þjónar ekki lengur.“ Þær segja Sjáland hafa reynst algjöran draumastað fyrir viðburðinn. „Allt umhverfi svo fallegt, rólegt og innblásið, með hafið og kyrrðina sem náttúrulegan bakgrunn fyrir kvöld fullt af vellíðan og sjálfsumhyggju.“

Allir sem komu að viðburðinum gáfu vinnu sína, og styrktaraðilar lögðu fram vörur og þjónustu sem gerðu þennan einstaka viðburð að veruleika. Allur ágóði rann síðan óskiptur til Bleiku slaufunnar, samtals 1.099.000 krónur. „Án stuðnings frá ykkur öllum hefði þetta ekki orðið að veruleika,“ segja Lilja og Jana. „Við finnum svo djúpt fyrir þakklæti – þetta er samfélag mildi í verki.“

Mildi2025
Mildi2025
Mildi2025

Kraftaverk í mildi og samveru
Allt kvöldið var unnið í anda góðvildar og samstöðu, þar sem hver þátttakandi gaf af sér til að styrkja mikilvægt málefni. „Kvöldið var allt hið besta í alla staði. Mikill kærleikur, samstaða og þakklæti flæddu um salinn – þetta var sannkallað kraftaverk í  mildi og samveru,“ segja Lilja og Jana um upplifunina. „Gestir komu þar saman til að hægja á, næra líkama og sál og sleppa því sem þjónar ekki lengur.“ Þær segja Sjáland hafa reynst algjöran draumastað fyrir viðburðinn. „Allt umhverfi svo fallegt, rólegt og innblásið, með hafið og kyrrðina sem náttúrulegan bakgrunn fyrir kvöld fullt af vellíðan og sjálfsumhyggju.“

Allir sem komu að viðburðinum gáfu vinnu sína, og styrktaraðilar lögðu fram vörur og þjónustu sem gerðu þennan einstaka viðburð að veruleika. Allur ágóði rann síðan óskiptur til Bleiku slaufunnar, samtals 1.099.000 krónur. „Án stuðnings frá ykkur öllum hefði þetta ekki orðið að veruleika,“ segja Lilja og Jana. „Við finnum svo djúpt fyrir þakklæti – þetta er samfélag mildi í verki.“

Styrktaraðilar Mildi 2025

8BY-L • Cintamani • Circolo • Core heildsala • Danól • Ella Stína vegan • Feel Iceland • Fitnesssport • Go Move Iceland • Greenfit • Happy Hips • Hydrate • Herjólfsgufan • Ice Herbs • Kenzen • Kristall • Life Track Iceland • Lyfja • Móar • Muna • Primal • Pure Deli • Reynir Grétarsson • Saffran • Sjáland • Sjöstrand • Sóley Organic • Tilveran • Úrval Útsýn • Way of Life