Styrkleikarnir

Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Þeir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.

Tímabundin frestun í ljósi aðstæðna (4. ágúst 2021)

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta Styrkleikunum til 30. apríl - 1. maí 2022 í von um að þá verði komin skýrari langtímamynd á sóttvarnir og samkomutakmarkanir í landinu.

Heiðursgestir Styrkleikanna eru einstaklingar sem eru með eða hafa fengið krabbamein og teljast því einhverjir í áhættuhóp. Það er mikilvægt að allir þátttakendur geti notið sín á Styrkleikunum öryggir og áhyggjulausir.

Við vonum að þið látið ykkur ekki vanta þegar við loksins getum sýnt stuðning, heiðrað eða minnst þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Áfram verður hægt verður að skrá lið og skrá sig í lið þó svo viðburðinum hafi verið frestað tímabundið. Þetta gefur liðunum lengri tíma til þess að safna í liðsfélögum og kynna sér innihald Styrkleikana.

Um Styrkleikana

Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla í kringum hann. Enginn tekst á við þennan sjúkdóm einn. Stórfjölskylda, vinir og vinnufélagar vilja allir sýna stuðning en oft er erfitt að vera til gagns. Styrkleikarnir gefa þessum einstaklingum tækifæri til þess að sýna stuðning í verki.

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og börn skemmta sér konunglega. Sérstaklega velkomin eru fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn.  Þetta er ekki hlaup í eiginlegri merkingu heldur snýst viðburðurinn um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein. 

Fyrstu Styrkleikarnir á Íslandi verða haldnir á Selfossi frá hádegi 30. apríl til hádegis 1. maí árið 2022. Skráðu þig

Þegar þú skráir þig á Styrkleikana getur þú skráð lið, skráð þig í lið sem þegar er skráð eða tekið þátt á eigin forsendum.

Búðu til lið

Hvernig sem þú ákveður að taka þátt í Styrkleikunum, fáðu fjölskyldu og vini til þess að taka þátt. Því fleiri sem taka þátt því stærri verður upplifunin og því sterkari stöndum við gegn krabbameinum.

Aflaðu fjár

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Fagnaðu!

Á Styrkleikunum komum við saman, fögnum sigrunum, minnumst ástvina og sýnum stuðning í verki.

Styrktaraðilar

Eitt markmiða Styrkleikanna er að safna fé fyrir krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf fyrir þá sem þurfa stuðning. 

Reynslusögur

Frásagnir Íslendinga sem hafa tekið þátt erlendis.