Bleika slaufan: Styrkja átakið
Bleika slaufan 2024
Starf Krabbameinsfélagsins er fyrir fólkið í landinu og rekið fyrir styrki frá almenningi og fyrirtækjum. Með þínum stuðningi náum við enn meiri árangri. Kynntu þér hvernig þú getur lagt þitt á vogarskálarnar í Bleikum október.
Uppboð til styrktar Bleiku slaufunni
Níu listamenn hafa hannað stuttermaboli sem boðnir eru upp til styrktar Bleiku slaufunni. Hönnun listamannanna er innblásin af orðum Frú Vigdísar Finnbogadóttur sem hún lét falla í kosningabaráttunni þegar hún var spurð hvort það myndi há henni í embætti að vera aðeins með eitt brjóst. Því svaraði Vigdis með orðunum „Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti”.
Bleika slaufan 2024
Bleika slaufan 2024. Slaufan í ár er fagurbleikur og skínandi blómakrans fléttaður úr þremur nýútsprungnum blómum. Kransinn samanstendur af vafningum sem vefjast um hvern annan og tákna þannig þá umhyggju og stuðning sem við njótum flest á erfiðum tímum. Styrkurinn felst í samstöðu okkar - saman erum við sterkari.
Bleika búðin
Vefverslun Krabbameinsfélagsins er opin allan sólarhringinn. Kíktu í Bleiku búðina!
Við erum ekkert án ykkar
Starf Krabbameinsfélagsins er fyrir fólkið í landinu og rekið fyrir styrki frá almenningi og fyrirtækjum. Með þínum stuðningi náum við enn meiri árangri.
Krabbameinsfélagið tekur við styrkjum með millifærslu. Bankanúmer: 0301-26-005035
Kennitala: 700169-2789
Hvernig verður þitt framlag að gagni? Til að ná árangri gegn krabbameinum þarf að nálgast verkefnið frá öllum hliðum, sem endurspeglast í starfsemi Krabbameinsfélagsins
Fræðsla og forvarnir er mikilvægur þáttur. Unnið er á fjölbreyttan hátt að því að koma á framfæri fróðleik varðandi krabbamein og hvernig hægt er að draga úr líkum á þeim. Helsta áherslan er á fræðslu um lífsvenjur sem tengjast krabbameinsáhættu.
Ráðgjöf og stuðningur við fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur er eitt af forgangsverkefnum Krabbameinsfélagsins. Félagið veitir fólki með krabbamein, aðstandendum og syrgjendum endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning fagaðila; sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa.
Hjá Rannsókna- og skráningarsetri eru stundaðar krabbameinsrannsóknir. Áhersla er lögð á að skilja umhverfistengdar og erfðafræðilegar orsakir krabbameina og fylgjast með horfum sjúklinga og hvaða þættir hafa áhrif á þær. Hjá setrinu er rekin Krabbameinsskrá Íslands og samstarf við vísindamenn.
Vísindin varða leiðina fram á við. Sjóðurinn hefur reynst bylting í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Tilgangur Vísindasjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, m.a. með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.
Krabbameinsfélagið á átta íbúðir, í göngufæri við Landspítalann, fyrir fólk utan af landi sem þarf að sækja rannsóknir og meðferð í Reykjavík. Með íbúðunum býðst fólki eins konar heimili að heiman.
Krabbameinsfélagið nýtir fjölbreyttar leiðir til að reyna að ná til sem flestra. Efnið er aðgengilegt á vef félagsins Krabb.is – Bleikaslaufan, Mottumars, Karlaklefinn og Styrkleikarnir. Á Youtube-rás og Hlaðvarpsveitu á Spotify ásamt Facebook, Instagram, Linkedln og TikToK