Máttur gleðinnar og hollra lífsvenja
Finndu eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt.
Það er líka gott að hafa í huga að það er leyfilegt að hlæja þótt ástvinur þinn hafi greinst með krabbamein og sé ef til vill í krabbameinsmeðferð. Hlátur losar um spennu og eykur vellíðan. Þú gætir á meðvitaðan hátt leitast við að horfa á gamanmyndir eða lesa gamanefni, vera í kringum þá sem eru upplífgandi og fá þig til að hlæja eða bara að rifja upp skemmtilega hluti sem þú átt í minningum þínum. Það að leitast við að sjá spaugilegar hliðar lífsins á erfiðum tímum er góð leið til að hjálpa þér í gegnum þá.
Hollar lífsvenjur
Það að leitast við að borða hollan mat, hreyfa sig og að fá nægan svefn getur hjálpað mikið og gefið kraft og styrk til að komast í gegnum erfiða tíma. Það koma kannski dagar sem þetta er ekki mögulegt og það er líka eðlilegt.