Beint í efni

Lang­vinnar og síð­bún­ar auka­verk­an­ir

Margir glíma við einhvers konar langvinnar eða síðbúnar aukaverkanir sem ýmist eiga rót sína að rekja til meðferðarinnar eða krabbameinsins sjálfs en samkvæmt erlendum rannsóknum búa um 50-60% lifenda við slíkar aukaverkanir.

Aukaverkanir geta verið til staðar löngu eftir meðferðarlok (langvinnar)  eða gert fyrst vart við sig mánuðum eða jafnvel árum síðar (síðbúnar). Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta haft áhrif á lífsgæði og líðan fólks og verið áskorun bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og aðstandendur en það eru til leiðir til að draga úr áhrifum flestra þeirra.