Beint í efni

Ráð­gjöf

Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita ýmis konar fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein, aðstandendur þess og syrgjendur.

Þjónustan er öllum opin, endurgjaldslaus og hægt er að koma án þess að gera boð á undan sér. Hjá félaginu starfa m.a. hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar.

Ráðgjöf

Krabbameinsfélagið leggur sig fram við að mæta fólki sem býr utan höfuðborgarsvæðisins eða á erfitt með að koma og hitta okkur vegna búsetu eða aðstæðna.

  • Hægt er að fá símaráðgjöf  í síma 800 4040 frá kl. 9-16 mánudaga til fimmtudaga og 9-14 á föstudögum.
  • Þá eru fjarviðtöl í boði sem og ráðgjöf hjá nokkrum þjónustuskrifstofum á landsbyggðinni.

Not­end­aráð Krabba­meins­fé­lags­ins

Eitt af hlutverkum Krabbameinsfélagsins er að gæta hagsmuna þeirra sem veikjast af krabbameinum og aðstandenda þeirra. Til að geta sinnt því hlutverki sem best þarf félagið að vita hvað skiptir þau mestu máli og geta fengið þeirra sýn á ýmis mál.