Lífið eftir krabbamein
Það getur verið áskorun að takast á við lífið eftir krabbameinsmeðferð. Ef til vill eru aðstæður breyttar og lífið horfir öðruvísi við.
Krabbameinsmeðferð reynir á, hvort sem það er skurðaðgerð, lyfjameðferð, geislameðferð eða aðrar meðferðartegundir og oft þarf að beita fleiri en einni tegund meðferðar.
Mikilvægt er að ætla sér ekki um of. Það skiptir miklu máli að hlusta á líkamann og fara hægt af stað. Krabbameinsmeðferð getur haft mikil og langvarandi áhrif á heilsufar og líðan. Úthaldið getur verið minna í dag en í gær og orkan getur sveiflast milli daga.
Með endurhæfingu við hæfi er hægt að draga úr mörgum aukaverkunum og bæta lífsgæði með því að huga að reglulegri hreyfingu og þjálfun. Endurhæfing ætti að hefjast um leið og greining krabbameins á sér stað og er mikilvæg í gegnum allt ferlið. Það skiptir líka miklu máli að hlúa að andlegri líðan og vera vakandi fyrir streitu, vanlíðan eða depurð