Beint í efni
Konur í verkefninu Kastað til bata.

Stuðn­ings­verk­efni

Krabbameinsfélagið tekur þátt í skemmtilegum verkefnum sem ætlað er að styrkja og styðja fólk sem greinst hefur með krabbamein.

„Karlarnir og kúlurnar“ veitir körlum sem greinst hafa með krabbamein tækifæri á að styrkja sig við golfiðkun og „Kastað til bata“ er endurhæfingarverkefni fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini.

Mig langar að þakka Krabbameinsfélaginu, þeim sem skipulögðu mótið og Jóni Karls golfkennara fyrir skemmtilegt mót. Kennsla Jóns var mjög svo áhugaverð og umræðan eftir verðlaunaafhendinguna var sérdeilis fróðleg og gagnleg.

Ég þakka fyrir mig og hlakka til næsta árs.

- Kveðja Júlíus

  • Ánægður hópur kvenna í Kastað til bata verkefninu
Konur í verkefninu Kastað til bata.

Það er svo dásamlegt að sjá hvað konurnar eru fljótar að tengjast í þessum ferðum og deila sínum persónulegu sögum sem næra þær bæði á líkama og sál. Það gerast einhverjir töfrar í þessum aðstæðum. Og þó umræðurnar snúist stundum um alvarleg málefni er hláturinn aldrei langt undan.

- Auður Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu

Kastað til bata

„Kastað til bata“ er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Karl­arn­ir og kúl­urnar

„Karlarnir og kúlurnar“ er verkefni á vegum Krabbameinsfélag Íslands, Krafts og styrktaraðila, þar sem körlum er boðið að taka þátt í golfdegi. Verkefnið hófst árið 2011 og er hugsað sem endurhæfing fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein.