Beint í efni
Karlarnir og kúlurnar

Karl­arn­ir og kúl­urnar

Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélag Íslands, Krafts og styrktaraðila, þar sem körlum er boðið að taka þátt í golfdegi. Verkefnið hófst árið 2011 og er hugsað sem endurhæfing fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein.

Markmiðið er að veita körlum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa golfsveifluna i fallegu umhverfi og njóta samvista við golffélaga með svipaða reynslu.  Vanir PGA-golfkennarar hafa komið og leiðbeint við golfsveifluna áður en haldið er út á völl.

Í september ár hvert hafa 12 karlar fengið að taka þátt sér að kostnaðarlausu. Það er ekki síst að þakka stuðningi Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Leikið er þriggja manna Texas Scramble (níu holur). Nánari upplýsingar og skráning á viðburðinn munu birtast hér þegar nær dregur.

Mig langar að þakka Krabbameinsfélaginu, þeim sem skipulögðu mótið og Jóni Karls golfkennara fyrir skemmtilegt mót. Kennsla Jóns var mjög svo áhugaverð og umræðan eftir verðlaunaafhendinguna var sérdeilis fróðleg og gagnleg.

Ég þakka fyrir mig og hlakka til næsta árs.

- Kveðja, Júlíus