Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins
Verður veitt í fjórða sinn laugardaginn 24. maí.
Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins var fyrst veitt árið 2022 og er það því í fjórða sinn sem hún verður afhent. Samfélagsviðurkenninguna hljóta aðilar sem félaginu þykja hafa lagt málstaðnum lið með eftirtektarverðum hætti. Viðurkenningin verður veitt í tengslum við aðalfund Krabbameinsfélagsins laugardaginn, 24. maí.

Samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins 2024 fékk starfsfólk sjúkrahúsa um land allt fyrir að leggja sig fram, gera sitt besta og örlítið meira en það fyrir fólk sem er að takast á við krabbamein. Sjá nánar.

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins árið 2023 hlutu Valdimar Högni Róbertsson og RÚV fyrir einstakt framlag sitt til fræðslu um krabbamein. Sjá nánar.

Samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins árið 2022 hlutu þær Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftasöfnunar vegna breytinga á skimunum fyrir brjóstakrabbameini, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir forsprakki hópsins Aðför að heilsu kvenna, fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli. Sjá nánar.