Beint í efni
Samfélagskonur

Sam­fé­lags­við­ur­kenn­ing Krabba­meins­fé­lags­ins veitt í fyrsta sinn

Jónína Edda Sævarsdóttir, Elín Sandra Skúladóttir og Erna Bjarnadóttir hlutu Samfélagsviðurkenninguna sem veitt var í fyrsta sinn á aðalfundi Krabbameinsfélagsins 21. maí síðastliðinn.

Íslenskar konur hafa alltaf láta sig skimanir fyrir krabbameinum varða. Það er óbreytt, þó 58 ár séu liðin frá því skimun hófst.

Árið 1964 hóf Krabbameinsfélagið leghálskrabbameinsleit af fullum krafti með stofnun  nýrrar leitarstöðvar. Alma Þórarinsson var ráðin yfirlæknir og vann hún mikið brautryðjendastarf. Leitarstarfið var kynnt fyrir íslenskum konum og þær hvattar til að mæta með bæklingum og fræðslufundum í samstarfi við kvenfélög og önnur félagasamtök. Alma Þórarinsson fyllti Gamla Bíó í þrígang þar sem hún hélt erindi og sýndi fræðslumyndir.

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn

Þegar fyrir lá að gera átti veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum án nauðsynlegs undirbúnings eða kynningar, kom berlega í ljós að skimanir fyrir krabbameinum skipta þjóðina máli.

Samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins hlutu þær Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftasöfnunar vegna breytinga á skimunum fyrir brjóstakrabbameini, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir forsprakki hópsins Aðför að heilsu kvenna, fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Konur fylkja liði

Frétt í Vísi frá 1964 þegar Legkrabbaleitarstöð Krabbameinsfélagsins tók til starfa.

Myndir: 

  • Vísir https://timarit.is/page/2372885
  • Myndasafn Krabbameinfélagsins frá vinstri Erna Bjarnadóttir, Elín Sandra Skúladóttir og Jónína Edda Sævarsdóttir.