Beint í efni

Ýmis verk­efni

Kynningarefni fyrir Jólaleik Krabbameinsfélagsins, Banana og Hagkaupa

Jólaleikur 2024

Jólunum fylgir oft aukin neysla á alls kyns góðgæti og þá er mikilvægt að gleyma ekki hollustunni. Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik og komdu með sniðuga útfærslu á kræsingum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann.

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir skemmtilegum hugmyndum að jólalegri framsetningu fyrir jólaborðið eða veislubakkann sem hægt er að borða. Nota þarf eitthvað af eftirtöldu: grænmeti, kryddjurtir, ávextir eða ber. Veglegir vinningar í boði.

Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn, útfærslan þarf ekki að vera tímafrek eða flókin.

Taktu þátt í skemmti­leg­um jóla­leik - Gleym­um ekki holl­u­stunni í jóla­am­str­inu

Reglur:

Uppistaðan þarf að vera eitthvað af eftirtöldu: grænmeti, kryddjurtir, ávextir eða ber. Flatarmál disks eða bakka má ekki vera meira en 50 x 40 cm.

Krabbameinsfélagið, Bananar og Hagkaup áskilja sér rétt til að deila uppskriftum og myndum.


Vinningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin:

1. sæti: Bananar gefa 60.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 40.000 kr.

2. sæti: Bananar gefa 25.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 25.000 kr.

3. sæti: Bananar gefa 15.000 kr. peningaverðlaun ásamt ávaxtakörfu og Hagkaup gefur gjafabréf að upphæð 15.000 kr.

Einnig verða veitt nokkur aukaverðlaun frá Lemon fyrir skemmtilegar útfærslur.

Hvað þarft þú að gera til að vera með:

  • Skrá þig til leiks á jol@krabb.is fyrir miðnætti  fimmtudaginn 11. desember.
  • Skila inn þínu framlagi við Hagkaup í Smáralind laugardaginn, 13. desember, milli kl. 12:00 og 12:30, ásamt innihaldslýsingu. Úrslit verða tilkynnt kl. 13:00.

Jólaleikurinn er nú haldinn í fjórða sinn og höfum við fengið mikið af skemmtilegum og fjölbreyttum útfærslum í gegnum árin