Hvað er Velunnari

Velunnarar Krabbameinsfélagsins eru þeir sem kjósa að styðja  við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Velunnarar eru ómetanlegt bakland Krabbameinsfélagsins allan ársins hring. 

Gerast velunnari

Markmið Velunnara

 • að færri greinist með krabbamein
 • að finna leiðir til að greina sjúkdóminn fyrr
 • og að færri deyji úr sjúkdómnum
 • að sjúklingar fái betri þjónustu og meðferð
 • að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein
 • að finna lækningu við krabbameini (rannsóknir)
 • að láta gott af sér leiða

Mánaðarlegur stuðningur

Mánaðarlegur stuðningur er árangursríkasta leiðin til að styðja við baráttuna gegn krabbameini því þannig getur félagið búið við ákveðinn stöðugleika í starfseminni og jafnframt lágmarkað fjáröflunarkostnað. Sem Velunnari hefur þú ávallt yfirsýn yfir þann stuðning sem þú veitir og getur hvenær sem er óskað eftir breytingum eða hætt stuðningi.Starfsemin í myndum

 • Starfsfólk Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
 • Starfsfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.
 • Krabbameinsskráin geymir gögn um öll greind krabbamein á Íslandi frá árinu 1954 sem nýtast í fjölda rannsókna.
 • Á Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins eru rannsökuð frumusýni af öllu landinu frá leghálsi kvenna í því skyni að greina forstig krabbameins í leghálsi.
 • Starfsmenn Krabbameinsskrár áttu þátt í birtingu 18 útgefinna vísindagreina á grundvelli vísindarannsókna er tengdust Krabbameinsskránni á árinu 2016. Greinarnar birtust í erlendum vísindatímaritum.
 • Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeim að kostnaðarlausu. Þökk sé stuðningi Velunnara árið um kring.
  Ráðgafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.
 • Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins heldur reglulega snyrtinámskeið fyrir konur í krabbameinsmeðferð.
 • Alls voru tekin og rannsökuð 25.044 sýni frá leghálsi kvenna árið 2016.
 • Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins heldur reglulega snyrtinámskeið fyrir konur í krabbameinsmeðferð en alls eru haldnir tæplega 300 viðburðir.
 • Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.
 • Starfsfólk Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins.
  Starfsfólk Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins.
 • Starfsfólk Frumurannsóknarstofunnar eru m.a. lífeindafræðingar, frumugreinir, líffræðingur og meinafræðingur í samtals 8 stöðugildum.
 • Á Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins voru alls tekin 25.044 frumusýni frá leghálsi kvenna árið 2016.
 • Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins sérhæfir sig í skráningu, meðferð gagna, tölfræði og faraldsfræði krabbameina.
 • Flest leghálssýni eru tekin vegna hópleitar að forstigum leghálskrabbameins á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Einnig berast sýni frá konum sem eru í eftirliti vegna frumubreytinga.
 • Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfa sálfræðingur, félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingar.
 • Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar er til staðar þegar á þarf að halda. Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar.
 • Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar veitir ráðgjöf um réttindamál krabbameinssjúklinga, s.s. fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu.
 • Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar er til staðar þegar á þarf að halda. Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar.
 • Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins hefur umsjón með 8 íbúðum sem eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga í meðferð á LSH gegn mjög vægu gjaldi. Um 2200 gistinætur voru nýttar á árinu 2016.
 • Hjá Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins fá einstaklingar ráðgjöf og fræðslu um einkenni, félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er.
 • Rétt hár og húðumhirða getur skipt sköpum fyrir góða líðan kvenna í krabbameinsmeðferð.
 • Á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins voru greind 25.044 frumusýni frá leghálsi kvenna árið 2016.
 • Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins úthlutaði 42,6 mkr til 11 rannsóknarverkefna vorið 2017 en stofnfé sjóðsins kemur að stórum hluta af söfnunarfé og framlagi Velunnara.