Ummyndunaráhrif HER2 í krabbameinum
Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur rannsakar hvernig HER2 hefur áhrif á líffræði og hegðun krabbameinsvaxtar.
Krabbameinsgenið HER2 er yfirtjáð í um þriðjungi brjóstakrabbameina, án þess að hlutverk þess í nýmyndun krabbameina sé að fullu þekkt. Markmið verkefnisins er að yfirtjá HER2 í frumum einangruðum úr heilbrigðum brjóstvef og kanna áhrif yfirtjáningar með tilliti til frumuumbreytinga. Breytingar á frumunum verða rannsakaðar og æxlismyndunarhæfni í vefjum skoðuð.
Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur hlaut 4 milljóna króna styrk árið 2018 fyrir verkefnið Ummyndunaráhrif HER2-yfirtjáningar í krabbameinsframvindu.