Beint í efni

Spurn­inga­banki til að bæta sam­skipti

Nanna Friðriksdóttir rannsakar hvort nota megi spurningabanka til að bæta samskipti um meðferð einkenna og líðan.

Rannsóknarhópur í Krabbameinsþjónustu Landspítala í samstarfi við bandarísku krabbameinsstofnunina NCI metur íslenska þýðingu á spurningabanka NCI sem ætlaður er sjúklingum til þess að leggja sjálfir mat á líðan sína. Spurningabankinn inniheldur spurningar um 78 einkenni og aukaverkanir sem geta fylgt krabbameini og krabbameinsmeðferð. Hann er þróaður hjá NCI og hefur verið þýddur á mörg tungumál. Með markvissri notkun spurninga úr þessu spurningasafni er hægt að bæta samskipti um meðferð einkenna og líðan sjúklinga.

Verkefnið Forprófun á íslenskri þýðingu á spurningabanka um aukaverkanir og einkenni hjá einstaklingum með krabbamein (NCI PRO-CTCAE) hlaut 2.400.000 króna styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2023.