Beint í efni

Sér­tæk með­ferð gæti gagn­ast fleir­um

Stefán Sigurðsson rannsakar þátt ættlægra DNA-breytinga á sjúkdómsframvindu hjá konum með eggjastokkakrabbamein.

Markmið verkefnisins er að rannsaka þátt ættlægra stökkbreytinga og sviperfðabreytinga í DNA-viðgerðargenum á krabbameinsáhættu og sjúkdómsframvindu hjá konum sem greinst hafa með eggjastokkakrabbamein. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, dósents við læknadeild Háskóla Íslands, er mikilvægt að bera kennsl á æxli sem hafa slíkar breytingar þar sem það stækkar þann hóp þar sem sértæk meðferð gæti hjálpað.

Verkefnið Stökkbreytingar og sviperfðabreytingar í eggjastokka-, eggjaleiðara- og lífhimnukrabbameini, á Íslandi 1989-2013 hlaut 6,8 milljóna króna styrk árið 2019.

„Styrkurinn er mjög mikilvægur og gerir okkur kleift að rannsaka áhrif stökkbreytinga og sviperfðabreytinga í eggjastokkakrabbameinum með það að leiðarljósi að bæta meðferðarúrræði.“