Rannsókn á erfðum brjóstakrabbameins
Aðalgeir Arason leitar að erfðabreytileikum með fjölgenaáhrif á myndun brjóstakrabbameins.
Aðalgeir Arason sameindalíffræðingur hlaut 1.940.000 kr. styrk árið 2017 fyrir verkefnið Leit að erfðabreytileikum með fjölgenaáhrif á myndun brjóstakrabbameins.
„Ættlæg tilhneiging til myndunar brjóstakrabbameins tengist oft genunum BRCA1 og BRCA2 en í mörgum tilvikum eru erfðaorsakir enn óþekktar. Sterk líkindi hafa sést á samspili þriggja óþekktra breytileika í einni ætt. Viðkomandi litningssvæði hafa verið raðgreind og nokkrir álitlegir breytileikar verða rannsakaðir frekar í fjarskyldum ættingjum og íslensku þýði.“