Aukinn skilningur grundvöllur framþróunar
Gunnhildur Ásta Traustadóttir rannsakar hlutverk stofnfrumupróteinsins DLK1 í brjóstakrabbameinum.
Gunnhildur Ásta Traustadóttir sameindalíffræðingur hlaut 2 milljóna króna styrk árið 2017 fyrir verkefnið Hlutverk Delta-like 1 homolog (DLK1) í greinóttri formgerð brjóstkirtils og brjóstakrabbameini.
„Verkefnið miðar að því að rannsaka hlutverk stofnfrumustjórnprótínsins Delta-like 1 homolog (DLK1) í framþróun/meinvörpun krabbameina sem eiga upptök sín í stofnfrumum brjóstkirtilsins. Verkefnið miðar einnig að því að greina hvort DLK1 geti orðið nýtt lífmerki og hugsanlega lyfjamark við brjóstakrabbameini.“